Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk óvenjulegt útkall á vaktinni í gærkvöldi þegar henni var tilkynnt um þjófnað á bifreið í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Breiðholti og Kópavogi.
Í skeyti lögreglu nú í morgunsárið kemur fram að lögregla hafi farið á vettvang og rætt við eiganda bílsins. Kom þá fljótlega í ljós að viðkomandi gleymdi hvar hann lagði bifreiðinni sem var rétt hjá.
Í sama umdæmi var maður handtekinn vegna gruns um líkamsárás í verslun. Hann var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna málsins.