fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Frændhygli hjá Trump og hans fólki – Bróðir varnarmálaráðherrans gerður að aðalráðgjafa hjá ráðuneytinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. apríl 2025 04:00

Pete Hegseth og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að yngri bróðir hans, Phil Hegseth, hafi verið ráðinn í stöðu aðalráðgjafa í Pentagon. Meðal þeirra starfa sem Phil hefur tekist á við áður, eru að stofna hlaðvarpsframleiðslufyrirtæki.

Í nýju stöðunni hefur Phil þegar öðlast einstaka reynslu, þar á meðal verið á fundi með glímumeistara, farið til Guantamo Bay á Kúbu og í ferðalag með bróður sínum til ríkja við Indlands- og Kyrrahaf.

The Independent segir að samkvæmt lögum frá 1967 sé opinberum embættismönnum bannað að ráða ættingja sína í stöður, sem almennir borgarar eru í, eða veita þeim stöðuhækkun. Þeim er einnig bannað að veita þeim meðmæli í stöður hjá hinu opinbera.

Fyrir utan að stofna hlaðvarpsframleiðslufyrirtæki, þá hefur Phil unnið við samfélagsmiðla og hlaðvörp hjá The Hudson Institute.

Phil hefur áður unnið fyrir bróður sinn því þegar Pete var forstjóri samtakanna „Concerned Veterans for America“, sem eru óhagnaðardrifin samtök, greiddi hann Phil 108.000 dollara fyrir að annast fjölmiðlasamskipti fyrir samtökin. Samtökin lentu síðan í miklum fjárhagsörðugleikum á meðan Pete var við stjórnvölinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Í gær

Fyrst glöddust Rússar yfir tollum Trump – Síðan rann alvarleikinn upp fyrir Kremlverjum

Fyrst glöddust Rússar yfir tollum Trump – Síðan rann alvarleikinn upp fyrir Kremlverjum
Fréttir
Í gær

Unglingahópur réðst á mann til að geta birt ofbeldismyndband á samfélagsmiðlum

Unglingahópur réðst á mann til að geta birt ofbeldismyndband á samfélagsmiðlum