fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Pressan

Trans kona send í fangelsi fyrir karlmenn

Pressan
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 21:30

Montréal í Kanada. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Aaron Davis - Gallery page http://www.instagram.com/aarondavis.photography, CC BY-SA 4.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=92713778

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beiðni kandadískrar trans konu um að afplána lífstíðardóm, sem hún hlaut fyrir að myrða maka sinn og börn þeirra tvö, hefur verið hafnað og mun hún þurfa að afplána dóminn í fangelsi sem ætlað er karlmönnum.

Kanadíska ríkisútvarpið CBC  greinir frá því að Levana Ballouz hafi framið ódæðið á heimili fjölskyldunnar í Brossard sem er úthverfi Montréal í desember 2022. Stakk hún konu sína Synthia Bussières til bana og kæfði syni þeirra tvo, Éliam sem var fimm ára og Zac sem var tveggja ára.

Hún var sakfelld í desember síðastliðnum og við dómsuppkvaðningu kallaði dómarinn í málinu hana sadíska og slóttuga. Hún hlaut lífstíðarfangelsi en mun geta sótt um reynslulausn eftir 25 ár.

Í frétt CBC kemur fram að þegar hún var ákærð hafi Levana Ballouz gengið undir nafninu Mohamad Al Ballouz sem bendir til að kynleiðréttingarferlið hafi hafist eftir ódæðið. Hvort þetta sé talið merki um misnotkun á þessu ferli kemur ekki fram í fréttinni.

Ballouz fór eins og áður segir fram á að afplána í kvennafangelsi en verður hins vegar send í fangelsi fyrir karlmenn.

Fangelsismálastofnun Kanada hefur þá stefnu að almennt sé fangar sendir í fangelsi sem samræmist kynvitund þeirra nema til staðar séu ástæður sem snúi að heilbrigði og öryggi sem mæli gegn því. Hvert og eitt mál sé metið en stofnunin neitaði að gefa aðrar upplýsingar en þær að Ballouz muni þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi sem ætlað sé karlmönnum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Útfararstjóri ákærður fyrir fjölda brota

Útfararstjóri ákærður fyrir fjölda brota