fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
433Sport

Margir í sjokki yfir þessu myndbandi af Vilhjálmi Bretaprins sem er í dreifingu

433
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Vilhjálmur Bretaprins hafi vakið mikla lukku í sjónvarpi fyrir leik PSG og Aston Villa í gær.

Liðin mættust í fyrri leiki sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en Vilhjálmur hefur stutt Villa alla tíð. Þetta var því stórt kvöld fyrir hann og félagið sem hefur gert ansi vel í að vera komið á þennan stað.

Villa komst yfir í leiknum í gær en PSG vann að lokum 3-1 og ansi mikið verk að vinna fyrir enska liðið fyrir seinni leikinn í Birmingham á þriðjudag.

Sem fyrr segir var Vilhjálmur í sjónvarpi fyrir leik, en hann var til viðtals í upphitun bresku sjónvarpsstöðvarinnar TNT Sports.

Þar sýndi hann fram á mikla þekkingu á leiknum og að hann fylgist greinilega ansi vel með. Hann vakti einnig athygli fyrir hversu mikið hann vissi og gat rætt um lið andstæðingsins.

Óhætt er að segja að þetta hafi vakið mikla athygli og umtal og margir kalla eftir því að fá Vilhjálm oftar á skjáinn í tengslum við fótboltaleiki.

Rio Ferdinand, Manchester United goðsögn, var með honum á skjánum og bað hann um að reyna ekki fyrir sér í þessu, þá myndi hann missa vinnuna.

Þetta má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tóku Hólmar á teppið eftir hegðun hans í kvöld – „Þetta eru bara töffara stælar“

Tóku Hólmar á teppið eftir hegðun hans í kvöld – „Þetta eru bara töffara stælar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer á fótboltaleiki með það eina markmið að finna sér mann til að sofa hjá – Segir að það heppnist alltaf

Fer á fótboltaleiki með það eina markmið að finna sér mann til að sofa hjá – Segir að það heppnist alltaf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk svæsna lungnabólgu og mætir ekki í vinnuna á næstunni

Fékk svæsna lungnabólgu og mætir ekki í vinnuna á næstunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna hefst annað kvöld – Nágrannaslagur á Kópavogsvelli

Besta deild kvenna hefst annað kvöld – Nágrannaslagur á Kópavogsvelli