fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Pressan

Varpa fram óhugnanlegri kenningu vegna morðs á vísindamanni

Pressan
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 13:30

Alessandro Coatti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá á þriðjudag fannst ítalski vísindamaðurinn Alessandro Coatti látinn í Kólumbíu. Coatti þessi var 42 ára, ítalskur ríkisborgari og menntaður sameindalíffræðingur sem starfað hafði við hina virta stofnun Royal Society of Biology í London frá árinu 2017.

Morðið á honum hefur vakið mikinn óhug enda fundust líkamsleifar hans síðastliðinn sunnudag í ferðatösku við túristaborgina Santa Marta við Karabíska hafið. Í töskunni voru útlimir og höfuð og hafa líkamsleifar hans haldið áfram að finnast á víð og dreif um borgina.

Giovanni Coatti, frændi Alessandro, segir í samtali við ítalska fjölmiðla að Alessandro hafi ekki átt neina óvini og ekki verið með verðmæti á sér þegar hann hvarf síðastliðinn föstudag. Talið er að hann hafi verið í fríi í Kólumbíu þegar hann hvarf, en hann hafði áður lýst áhuga á því að setjast að í Kólumbíu.

„Hann var mjög róleg manneskja og ég er ekki sannfærður um þá kenningu að um rán hafi verið að ræða. Það sem skelfir okkar er annar möguleiki, að hann hafi orðið fyrir barðinu á líffærasmyglurum,“ segir hann og vísar til þess hvernig farið var með lík hans.

Tekið er fram í umfjöllun fjölmiðla að lögregla hafi ekki útilokað neitt en enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn.

Bent er á það í umfjöllun ítalskra fjölmiðla að alls hafi þrettán sambærileg mál komið upp á þessu svæði undanfarin misseri, þar sem sundurlimuð lík finnast. Í hinum tólf tilvikunum voru fórnarlömbin heimamenn.

Ein kenning gengur út á að glæpasamtök, sem eru fyrirferðarmikil í fíkniefnaviðskiptum á svæðinu, hafi verið að verki og markmiðið sé að merkja sér svæði eða skapa hræðslu á meðal fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn
Pressan
Í gær

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú tyggjó? Eitt stykki getur innihaldið 250.000 stykki af örplasti

Notar þú tyggjó? Eitt stykki getur innihaldið 250.000 stykki af örplasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Týndu“ líkum tvíbura

„Týndu“ líkum tvíbura
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið