fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Pressan

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 11:30

Bill Gates. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að Bill Gates, stofnandi Microsoft, sé einn ríkasti maður heims munu börn hans ekki erfa nema brot af auðæfum hans.

Samkvæmt lista Forbes er Gates í 13. sæti yfir ríkustu jarðarbúana. Eru eignir hans metnar á um 108 milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega 14.200 milljarða króna á núverandi gengi.

Gates og fyrrverandi eiginkona hans, Melinda, eiga þrjú börn og þó þau fái aðeins brot af auðæfum föður síns ættu þau ekki að verða á flæðiskeri stödd fjárhagslega.

„Í mínu tilviki fengu börnin mín gott uppeldi og góða menntun. Þau munu fá minna en 1% af heildarauðæfum mínum því ég komst að því að ég væri ekki að gera þeim neinn greiða [með öðru],“ sagði hann í viðtali í hlaðvarpsþætti Raj Shamani á dögunum.

Bætti hann við að hann gerði enga kröfu um að eitthvert þeirra tæki við af honum hjá Microsoft.

Þrátt fyrir þetta er talið að börnin muni fá sem nemur um einum milljarði Bandaríkjadala í arf, eða um 130 milljarða króna. Börnin eru sem fyrr segir þrjú og eru þau í dag 28, 25 og 22 ára.

Gates hefur áður lýst því yfir að nánast öll auðæfi hans muni renna til góðgerðarmála, en meginhlutinn fer í gegnum sjóðinn Bill & Melinda Gates Foundation.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Í gær

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trans kona send í fangelsi fyrir karlmenn

Trans kona send í fangelsi fyrir karlmenn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Týndu“ líkum tvíbura

„Týndu“ líkum tvíbura
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið