fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Pressan

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barþjónar segja að einn tiltekinn kokteill hringi ákveðnum viðvörunarbjöllum þegar fólk pantar sér hann. Hér er um að ræða drykk sem gengur undir nafninu Long Island Iced Tea.

Þessi drykkur samanstendur af fimm sterkum áfengistegundum; vodka, tekíla, ljósu rommi, triple sec og gini. Í lokin er svo sletta af kóla-drykk, Coca Cola eða Pepsi yfirleitt, sett út í ásamt sítrónusafa.

Í samtali við Thrillist segir Morgan Robison, yfirbjarþjónn á veitingastaðnum Wenwen, að þeir sem panta sér drykkinn séu oftar en ekki í leit að því að verða drukknir á mjög skömmum tíma.

„Að stærstum hluta er þessi drykkur fyrir þá sem hugsa með sér: „Þetta er skilvirkasta leiðin til að komast þangað sem ég ætla mér,“ segir Morgan.

Undir þetta tekur Marisol Delarosa, yfirbarþjónn á Brass Monkey í New York. Hún segir að fæstir panti sér drykkinn vegna þess hversu vel hann bragðast. „Viðkomandi vill verða drukkinn á skömmum tíma og mun eflaust verða mjög hávær,“ segir hún.

Skemmtanastjórinn Daniel Meursing segist deila þessum áhyggjum og segist hann í hálfkæringi líta til næsta dyravarðar þegar einhver pantar sér drykkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyna að fá vinnu í Evrópu

Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyna að fá vinnu í Evrópu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banna bandarískum ríkisstarfsmönnum í Kína að eiga í ástarsamböndum við Kínverja

Banna bandarískum ríkisstarfsmönnum í Kína að eiga í ástarsamböndum við Kínverja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg