fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fréttir

Vorfundur Rarik haldinn á Selfossi – „Hreyfum samfélagið til framtíðar“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 09:13

Mynd: Bernhard Kristinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rarik stendur í fararbroddi orkuskiptanna á landsbyggðinni og vinnur markvisst að því að leggja línurnar fyrir grænt og þróttmikið atvinnulíf um land allt. Í dag verður blásið til vorfundar á Selfossi kl. 15:00 þar sem boðið verður upp á spennandi samtal um orkumál, verðmætasköpun og framþróun samfélaga, auk léttra veitinga. Öll eru velkomin og fer skráning fram á vef Rarik en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á DV.

Vorfundur Rarik er haldinn undir yfirskriftinni „Hreyfum samfélagið til framtíðar“ en Rarik er svo sannarlega hreyfiafl fyrir fyrirtæki og heimili sem reiða sig á örugga dreifingu raforku svo að hversdagslífið gangi upp og til að skapa verðmæti og störf. Rarik styður þannig við framtíðarsýn og frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja sem hreyfa samfélagið áfram – að árangri og uppbyggingu.

Mynd: Bernhard Kristinn.

Á vorfundinum, sem haldinn er í húsnæði Rarik að Larsenstræti 4 á Selfossi, fá gestir að heyra stutt og áhugaverð erindi um orkumál frá helstu sérfræðingum Rarik en einnig frá fulltrúum Bændasamtakanna og Mýrdalshrepps, tveggja mikilvægra hagaðila fyrirtækisins. Þannig vill Rarik opna á aukið samtal og samráð við þau sem treysta á fyrirtækið til að ná árangri. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun ávarpa fundinn og fundarstjóri verður Vigdís Hafliðadóttir sem sér til þess að umgjörðin verði létt og skemmtileg og að samtalið fái að flæða. Boðið verður upp á frábærar sunnlenskar veitingar og áframhaldandi samtal að fundi loknum. Við hvetjum öll sem hafa áhuga á blómlegri landsbyggð og orkumálum til að mæta á staðinn eða horfa á fundinn í streymi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“