fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Páll ætlar að stefna RÚV – „Hann telur sig eiga skaðabótakröfu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 07:54

Páll Steingrímsson Skjáskot: Spjallið/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Steingrímsson skipstjóri ætlar að höfða mál gegn RÚV vegna vinnubragða í tengslum við byrlunarmálið svokallaða.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Þar er haft eftir Evu Hauksdóttur, lögmanni Páls, að hann hafi komið að máli við hana fyrir skemmstu og lýst yfir vilja sínum til að fara í skaðabótamál. Eva segir að málið sé á byrjunarstigi og ekki komið af stað en segir að Páll „telji sig eiga skaðabótakröfu á Ríkisútvarpið.“

„Afstaða Ríkisútvarpsins verður könnuð á næstunni. En þetta er ekki komið af stað og það var í vikunni sem ákvörðun var tekin um að leita bóta fyrir hann,“ er haft eftir Evu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi