Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Þar er haft eftir Evu Hauksdóttur, lögmanni Páls, að hann hafi komið að máli við hana fyrir skemmstu og lýst yfir vilja sínum til að fara í skaðabótamál. Eva segir að málið sé á byrjunarstigi og ekki komið af stað en segir að Páll „telji sig eiga skaðabótakröfu á Ríkisútvarpið.“
„Afstaða Ríkisútvarpsins verður könnuð á næstunni. En þetta er ekki komið af stað og það var í vikunni sem ákvörðun var tekin um að leita bóta fyrir hann,“ er haft eftir Evu.