fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Pressan

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar

Pressan
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 22:00

Donna Elkins að ógna piltunum. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donna Elkins, sem er 59 ára, var nýlega handtekin fyrir að hafa beint byssu að tveimur unglingum, 13 og 15 ára, og að hafa hótað að skjóta hausinn af þeim. Ástæðan fyrir þessu var að hún var ósátt við það sem unglingarnir gerðu í garðinum hennar. Elkins er einnig grunuð um að hafa logið til um hvað unglingarnir gerðu.

ClickOrlando.com segir að lögreglumenn í Brevard County hafi verið sendir að heimili Elkins eftir að hún hringdi í neyðarlínuna og sagði tvo unglingspilta hafa verið við veiðar í garðinum hennar.

Þegar lögreglan kom á vettvang sagði Elkins að hún hafi „handsamað“ piltana og að þær lægju í grasinu.

Þegar rætt var við piltana sögðu þeir að Elkins hefði ógnað þeim með byssu þegar hún kom að þeim við veiðar í tjörn í garðinum hennar. Sögðust þeir hafa óttast um líf sitt og hafi haldið að Elkins myndi vinna þeim mein. Þeir sögðu að hún hafi síðan skipað þeim að leggjast niður og hafi sagt þeim að þeir fengju ekki að fara á brott.

Vitni sögðu lögreglunni að piltarnir hefðu verið látnir liggja á jörðinni í fimm mínútur áður en eiginmaður Elkins kom og afvopnaði hana.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að piltarnir höfðu ekki verið í garðinum hennar heldur á landareign í eigu sveitarfélagsins. Voru piltarnir nokkra metra frá lóð Elkins.

Á upptöku, sem faðir annars piltanna, lét ClickOrlando.com í té, heyrist Elkins segja piltunum að ef einhver fari inn í garðinn hennar þá „megi skjóta hausinn af þeim“. „Ég hef rétt til að verja landareign mína og hús,“ sagði hún einnig.

Hún var látin laus gegn 25.000 dollara tryggingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn
Pressan
Í gær

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Týndu“ líkum tvíbura

„Týndu“ líkum tvíbura
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið