fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 12:30

Túnið er illa farið. DV/BÞ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Túnið við húsið Höfða við Borgartún í Reykjavík er enn þá illa skemmt eftir stórundarlegt slys sem varð þar í febrúar. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkur segir ekki hægt að fara í viðgerðir strax.

Þann 20. febrúar voru sagðar fréttir af því að stórri rútu hefði verið keyrt inn á túnið við Höfða. Eins og sást á ljósmyndum sem fylgdu spændist túnið upp og á endanum þurfti að draga rútuna burt.

Ásmundur Halldór Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins ME Travel sem á rútuna, sagði um mannleg mistök að ræða. Bílstjórinn hafi verið óreyndur og talið sig geta snúið rútunni við á túninu. Þar sökk hins vegar rútan ofan í svörðinn.

Ekki hægt að rukka strax

Tæpum tveimur mánuðum seinna er allt óbreytt á túninu og mörgum finnst hvumleitt að sjá svæðið svona illa farið.

Draga þurfti rútuna burt og eftir sátu djúp sár í grasinu. DV/BÞ

Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í upplýsingamálum og miðlun hjá Reykjavíkurborg, segir að það sé ekki hægt að fara í viðgerðir á svæðinu fyrr en nær dregur sumri. Svæðið verði lagað en nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir.

Aðspurð um kostnað segir hún hann heldur ekki liggja fyrir. Ekki sé því enn þá hægt að rukka fyrirtækið fyrir viðgerðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Í gær

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy