fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 15:30

Skrifstofur Bláskógabyggðar eru í félagsheimilinu Aratungu í Reykholti. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd útboðsmála komst nýlega að þeirri niðurstöðu að Bláskógabyggð væri skaðabótaskyld gagnvart fyrirtæki en sveitarfélagið hafnaði tilboði þess í útboði vegna byggingu dæluhúss á Laugarvatni á þeim grundvelli að það hefði verið í vanskilum með opinber gjöld.

Fyrirtækið Nýbyggð lagði kæru fram til nefndarinnar. Í úrskurði hennar kemur fram að í útboðsgögnum hafi verið sérstaklega tekið fram að ekki yrði gengið til samninga við bjóðendur sem væru í vanskilum með opinber gjöld á þeim degi sem tilboð yrðu opnuð. Tekið var einnig fram í gögnunum að bjóðendur teldust í vanskilum með opinber gjöld hefðu þeir ekki greitt gjöldin á gjalddaga. Með vísan til þessa var tilboði Nýbyggðar hafnað. Í úrskurðinum kemur fram að þegar tilboðin voru opnuð hafi tiltekin opinber gjöld fyrirtækisins verið fallin í gjalddaga en ekki eindaga.

Lögin

Nefndin segist hafa lagt það til grundvallar að með þessu hafi Bláskógabyggð verið að nýta sér heimild í lögum um opinber innkaup. Nefndin segir hins vegar að umrætt ákvæði laganna beri að skýra þannig að bjóðandi teldist ekki hafa brotið gegn skyldu um greiðslu opinberra gjalda í skilningi ákvæðisins þegar opinber gjöld væru aðeins fallin í gjalddaga en ekki eindaga. Skilyrði Bláskógabyggðar hefðu því enga þýðingu í málinu enda væru þau óheimil samkvæmt lögunum.

Það er því niðurstaða nefndarinnar að ákvörðun Bláskógabyggðar um hafna tilboði Nýbyggðar, á þeim grundvelli að fyrirtækið væri í vanskilum með opinber gjöld, hefði verið í andstöðu við lög um opinber innkaup. Nefndin segir einnig að fyrirtækið hafi átt raunhæfa möguleika á að verða fyrir valinu í útboðinu en að möguleikar þess hefðu skerst við þetta brot sveitarfélagsins. Það er því álit nefndarinnar að Bláskógabyggð sé skaðabótaskyld gagnvart Nýbyggð vegna kostnaðar fyrirtækisins við að undirbúa tilboðið og að taka þátt í útboðinu.

Úrskurðinn í heild er hægt að nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Í gær

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy