Jurgen Klopp mun heimsækja Liverpool í næsta mánuði og verður hugsanlega viðstaddur lokaleik tímabilsins, gegn Crystal Palace.
Eins og flestir vita yfirgaf Klopp Liverpool eftir níu frábær ár hjá félaginu í fyrra. Hann hefur ekki enn heimsótt Anfield síðan en það gæti senn breyst.
The Athletic greinir frá því að Klopp muni koma fram í kvöldverði á vegum knattspyrnufélagsins Liverpool í borginni í næsta mánuði og svo gæti farið að hann verði á leiknum gegn Palace. Er hann með boð frá Arne Slot, arftaka hans á Anfield, um að mæta.
Liverpool mun að öllum líkindum taka á móti Englandsmeistarabikarnum þennan dag, en liðið er með 11 stiga forskot á Arsenal á toppi deildarinnar.