fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Karólína Lea: „Ég hristi hausinn og skildi ekki hvað var í gangi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði öll mörk Íslands í 3-3 jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni í dag.

Sviss komst í 0-2 snemma leiks og fyrri hálfleikur Íslands var hrein skelfing. Karólína minnkaði þó muninn úr aukaspyrnu undir lok hans.

„Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur, ég hristi hausinn og skildi ekki hvað var í gangi,“ sagði hún við 433.is eftir leik.

Ísland skoraði mjög slysalegt sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks en svarðai með tveimur mörkum frá Karólínu. Stelpurnar okkar voru manni fleiri síðustu tuttugu mínútur leiksins.

„Við gerðum vel í seinni hálfleik þó við fáum auðvitað högg. Við hefðum getað stolið sigrinum í lokin en það tókst ekki.“

En var Karólína ekki sátt við sinn leik? „Jájá, en ég hefði samt viljað taka sigur. Við eigum að vinna þetta í lokin en það gekk ekki í dag,“ sagði hún.

Ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum
433Sport
Í gær

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:
433Sport
Í gær

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag