fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Skildi við eiginkonu sína til margra ára og barnaði frænku hennar – Hafði þegið peninga frá hjónunum í mörg ár á undan

433
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar brasilíski knattspyrnumaðurinn Hulk sleit sambandi við eiginkonu sína til margra ára og byrjaði með frænku hennar.

Hulk leikur í dag með Atletico Mineiro í heimalandinu en þessi 38 ára gamli leikmaður hefur á ferlinum makað krókinn í Rússlandi og Kína.

Árið 2019 hætti hann með Iran Angelo. Höfðu þau verið saman í meira en áratug og eiga saman þrjú börn.

Það liðu aðeins nokkrir mánuðir þar til hann var farinn að slá sér upp með Camila Angelo, náfrænku Iran.

Iran opnaði sig um það á sínum tíma að þetta hafi sært hana mjög. „Ég vakna og sofna á hverjum degi og skil ekki hvernig þetta gerðist. Ég er særð, stundum held ég að hjarta mitt sé að rifna. Hún var eins og dóttir mín,“ sagði hún.

Iran kvaðst einnig hafa haldið frænku sinni uppi í mörg ár með gjöfum og fjárframlögum. „Ég gaf henni allt, frá því að hún kom í heiminn. Ég fórnaði draumum mínum til að að láta hennar drauma rætast.“

Ef þetta var ekki nóg þá átti Hulk þarna eftir að barna Camila og eiga þau nú eitt barn saman.

Fyrr á þessu ári kom svo rúsínan í pylsuendanum þegar Hulk og Camila giftu sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“