Það er óhætt að segja að mikið fjör sé í leik Íslands og Sviss sem nú stendur fyrir í Þjóðadeildinni.
Um er að ræða uppgjör neðstu liða riðilsins og leikurinn mikilvægur. Það var Geraldine Reuteler sem kom gestunum yfir strax í upphafi leiks og Smilla Vallotti tvöfaldaði forskotið eftir að vörn Íslands hafði verið sundurspiluð.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir minnkaði hins vegar muninn með marki úr aukaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Óhætt er að segja að markvörður Sviss hefði átt að gera betur í markinu, líkt og sjá má hér neðar.
Snemma í seinni hálfleik skoraði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir afar slysalegt sjálfsmark en Karólína minnkaði muninn á ný.
Nú eftir um klukkutíma leik var Karólína Lea svo að skora þriðja mark sitt og jafna leikinn.
Hér að neðan má sjá það sem gengið hefur á í seinni hálfleik.
Hvað gerðist þarna?! Áslaug Munda sendir boltann til baka og hann endar í markinu. Sjálfsmark strax í upphafi seinni hálfleiks! 🇮🇸 pic.twitter.com/gPDyQB69wx
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Hvað gerðist þarna?! Áslaug Munda sendir boltann til baka og hann endar í markinu. Sjálfsmark strax í upphafi seinni hálfleiks! 🇮🇸 pic.twitter.com/gPDyQB69wx
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025