fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Áhrifavaldurinn sýndi Trump listann sinn og síðan fóru hausar að fjúka

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 03:15

Laura Loomer. Mynd:Gage Skidmore/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á „spennuþrungnum“ fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku, lagði hinn umdeildi samsæriskenningasmiður Laura Loomer fram lista með nöfnum fjölda starfsmanna í bandarísku öryggisþjónustunni NSA. Í kjölfarið var byrjað að reka fólk úr starfi hjá NSA.

Segja bandarískir fjölmiðlar að svo virðist sem Loomer hafi meiri völd en þjóðaröryggisráðgjafi Trump.

The Guardian og fleiri fjölmiðlar skýra frá þessu og segja að þessar upplýsingar komi frá aðilum sem sátu umræddan fund.

Sex embættismenn hjá NSA voru reknir í kjölfar fundarins. Loomer sagði þá ekki sýna Trump hollustu og það kostaði þá starfið. Sagði hún þá vinna gegn stjórn Trump.

Meðal þeirra sem voru reknir er Timothy D. Haugh, forstjóri NSA. Trump hafði áður gagnrýnt Haug fyrir að hafa ekki unnið nógu hratt í að afnema hinar svokölluðu DEI-áætlanir.

Bandarískir stjórnmálamenn voru fljótir til við að gagnrýna brottrekstur Haugh.  Jim Himes, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild þingsins, sagðist óttast að Haugh hafi verið rekinn af því að hann sé hreinskilinn og heiðarlegur leiðtogi sem fylgi lögum og hafi þjóðaröryggi í fyrirrúmi.

En hver er Loomer, sem er ekki hluti af stjórn Trump, en virðist hafa svo mikil áhrif á ákvarðanir hans að hún getur sannfært hann um að reka Haugh, einn virtasta hershöfðingja Bandaríkjanna?

Hún er umdeild innan Repúblikanaflokksins, meðal annars vegna þess að hún hefur margoft haldið samsæriskenningunni um að það hafi verið þáverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum sem stóðu á bak við hryðjuverkin 9. september 2001.

Hún hefur lýst sjálfri sér sem „hvítum talsmanni“ á samkomu öfgahægrimanna, tekið undir lygar Trump um að fólk frá Haítí borði gæludýr Bandaríkjamanna, og deilt mörgum ummælum, sem flokkast sem kynþáttaníð, um Kamala Harris.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar