Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, er með slitið aftara krossband. Þetta staðfestir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net.
Aron meiddist í leiknum gegn ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í gær og óttuðust menn strax það versta, en hann er einn besti leikmaður liðsins.
Ekki er ljóst hvort Aron fari í aðgerð eður ei, eftir því sem Sölvi segir. Ljóst er að tímabilinu gæti verið lokið hjá honum.