Gylfi Þór Sigurðsson var rekinn af velli í fyrsta deildarleik sínum með Víkingi í gær í 2-0 sigri á ÍBV.
Gylfi fékk rauða spjaldið í síðari hálfleik fyrir tæklingu úti á miðjum velli.
„Ég sat upp við þetta, hann er búin að spila 318 leiki í Premier League og tæklað 50 sinnum svona. Aldrei rautt spjald,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football þætti dagsins.
Helgi Mikael Jónasson var dómari leiksins og var fljótur að rífa upp rauða kortið og veifa því í átt að Gylfa.
„Hann fór í boltann og aðeins í manninn, ég er mikil Helga Mikaels maður. Það að fá að negla rauðu spjaldi í andlitið á Gylfa er stórt,“ sagði Hjörvar.
„Þetta var aldrei rautt spjald, ef þú horfir á þetta 50 sinnum í slow motion þá getur þú sannfært þig um að þetta sé rautt spjald. Þetta var bara gult“