fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 11:30

Fáninn var skorinn niður um helgina. Mynd/Hafnarfjarðarbær/Hinsegin dagar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmdarverk voru unnin í leikskólanum Norðurbergi í Norðurbæ Hafnarfjarðar um helgina. Ekki er langt síðan skemmdarverk voru unnin á regnbogafána í öðrum leikskóla í hverfinu.

Anna Borg Harðardóttir, leikskólastjóri í Norðurbergi, greinir frá þessu í færslu í íbúagrúbbum í Hafnarfirði. Biðlar hún til foreldra að ræða við börnin sín um að ganga um svæðið af virðingu.

„Ég sem leikskólastjóri á Norðurbergi biðla til ykkar, kæru foreldrar, að ræða vel og yfirvegað við börnin ykkar um að ganga um öll svæði með virðingu og ekki síst leikskólalóðirnar sem börnunum þótti eflaust vænt um þegar þau voru lítil,“ segir hún. „Hér voru skemmdarverk unnin um helgina, t.d. var Regnbogafáninn okkar fallegi skorinn niður. Þetta er ekki samfélagið sem við viljum búa í, við viljum kærleik, umburðarlyndi og gleði inn í okkar líf.“

Sjá einnig:

Skemmdarverk á leikskóla í Hafnarfirði og fáni fjölbreytileikans tættur – „Fáni sem er táknmynd umburðarlyndis í samfélagi okkar vanvirtur“

Síðasta haust voru unnin skemmdarverk á lóð leikskólans Víðivöllum í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Var regnbogafáninn skorinn niður, hann rifinn og skilinn eftir á lóðinni.

Það mál var tilkynnt til lögreglu og sagði leikskólastjóri að þetta væri ekki aðeins skemmdarverk á eigum skólans heldur vanvirðing við táknmynd umburðarlyndis í samfélaginu.

Regnbogafánar hafa verið skotmörk skemmdarvarga áður. Til dæmis var slíkur fáni skorinn niður við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði, við Hveragerðiskirkju og við fyrirtækið Rarik á Selfossi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar