fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríflega 44% þátttakenda í könnun Gallup hér á landi eru hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB) en hátt í 36% andvígir.

Um var að ræða netkönnun sem gerð var dagana 7. til 16. mars síðastliðinn. Heildarúrtaksstærð var 1.742 og þátttökuhlutfall var 47,2%.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að þetta sé svipað hlutfall og þegar spurt var fyrir þremur árum, en þá hafði stuðningurinn verið að aukast.

Bent er á að fyrir fimmtán árum voru 26% hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir ellefu árum 37% og fyrir þremur árum 47%. Munur á hlutfalli þeirra sem eru hlynntir aðild núna og fyrir þremur árum er ekki tölfræðilega marktækur.

Þeim hefur fækkað sem eru alfarið andvígir aðild en fjölgað sem eru alfarið hlynntir aðild. Þannig voru 26% alfarið andvíg árið 2010 en 17% árið 2025. Árið 2010 voru 7% mjög hlynntir aðild en 2025 voru það 14%.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir því en íbúar landsbyggðarinnar að Ísland gangi í ESB. Fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt því en fólk með minni menntun að baki.

Þau sem kysu Viðreisn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru helst hlynnt inngöngu Íslands í ESB og þá þau sem kysu Samfylkinguna. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg inngöngu Íslands í ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lærði verkefnastjórnun en krafðist sérfræðileyfis á sviði félagsráðgjafar

Lærði verkefnastjórnun en krafðist sérfræðileyfis á sviði félagsráðgjafar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Segir að Ragnar Þór sé kominn í „dauðasætið“ á síðum Morgunblaðsins

Segir að Ragnar Þór sé kominn í „dauðasætið“ á síðum Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Í gær

Hélt konu í heljargreipum heimilisofbeldis

Hélt konu í heljargreipum heimilisofbeldis