Óttast er að Aron Elís Þrándarson miðjumaður Víkings sé alvarlega meiddur og jafnvel með slitið krossband. Þetta hefur 433.is samkvæmt upplýsingum úr Víkinni.
Aron fór meiddur af velli í 2-0 sigri liðsins á ÍBV í gær, Aron gat fyrst um sinn staðið á fætur en var síðan mjög þjáður. Fari svo að krossbandið sé slitið er tímabilið búið hjá kappanum.
Aron fór í myndatöku á meiðslunum í gær og ætti að fá niðurstöðuna úr því í dag.
Ljóst er að það væri gríðarlegt áfall fyrir Víking að missa einn besta leikmann liðsins úr leik strax í fyrstu umferð.
Aron var magnaður á síðustu leiktíð og virtist í góðu formi komandi inn í þetta tímabil.