fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Trump ráðlagt að tala ekki við Pútín áður en samið verður um vopnahlé

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 07:00

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur verið ráðlagt að tala ekki við Vladímír Pútín áður en Rússland fellst á algjört vopnahlé.

NBC News skýrir frá þessu og segir að fólk í innsta hring Trump hafi ráðlagt honum að ræða ekki símleiðis við Pútín áður en Pútín fellst á algjört vopnahlé í Úkraínu.

NBC News hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum. Þeir sögðu að Trump geti að sjálfsögðu ákveðið að tala við Pútín en hafi verið ráðlagt að gera það ekki.

Skýrt var frá þessu eftir að bandarískir og rússneskir embættismenn funduðu í Hvíta húsinu í síðustu viku. Fulltrúi Rússa var Kirill Dmitryiev, forstjóri rússneska fjárfestingarsjóðsins RDIF, en fulltrúi Bandaríkjanna var Steve Witkoff, sem er sérstakur útsendari Trump í Miðausturlöndum. Witkoff hefur einnig tekið þátt í fundum varðandi málefni Úkraínu.

Dmitryiev fundaði einnig með bandarísku þingmönnunum Lindsey Graham og Marywayne Mullin. Var það gert að beiðni Trump. Var meðal annars rætt um skilyrðin fyrir því að binda enda á stríðið í Úkraínu og kröfur Pútíns varðandi vopnahlé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar