Trump ræddi nýlega við NBC og hafði þá í hótunum um að láta varpa sprengjum á Íran ef klerkastjórnin myndi ekki gera nýjan samning um kjarnorkumál sín við Bandaríkin. Aðeins nokkrum dögum síðar byrjaði varnarmálaráðuneytið í skyndingu að styrkja bandaríska herinn í Miðausturlöndum.
Flugmóðurskipið „USS Harry S. Truman“ hefur verið á svæðinu síðan síðasta haust og nú er systurskipið „USS Carl Vinson“ á leið þangað frá Asíu. Reiknað er með að skipið verði komið á áfangastað innan tveggja vikna.
Skipin eru bæði hluti af stórum árásarhópi. Í honum eru herskip búin flugskeytum og mikill fjöldi F-35 orustuþota, drónar og B-2 sprengjuflugvélar en þær geta borið gríðarlega öflugar sprengjur, sem nefnast bunker-buster-bombs, sem geta skipt sköpum ef árásir verða gerðar á kjarnorkumiðstöðvar Írana sem eru neðanjarðar.
Bandaríkin hafa einnig sent fleiri Patriot loftvarnarkerfi til Miðausturlanda til að vera betur í stakk búin til að vernda herstöðvar sínar og sem og herstöðvar bandamanna sinna á svæðinu.
Wall Street Journal hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að markmiðið með þessu sé fyrst og fremst að styrkja aðgerðirnar gegn uppreisnarmönnum Húta í Jemen
Frá því að stríðið á milli Hamas og Ísraelsmanna braust út í október 2023 hafa Hútar skotið flugskeytum á Ísrael og valdið ringulreið á siglingaleiðum í Rauða hafinu með því að gera árásir á skip þar.
En markmiðið er einnig að hræða Íran. Eins og staðan er núna er ekki fyrirhugað að ráðast á Íran en ef Trump tekur ákvörðun um að gera það, þá er allt til reiðu og hann þarf bara að ýta á takkann.
Orðaskipti Washington á Teheran hafa stigmagnast á undanförnum vikum. Fyrir þremur vikum sendi Trump bréf til Ali Khamenei, æðstaklerks, og stakk upp á að ríkin myndu hefja beinar viðræður um kjarnorkuáætlun Írana og hvernig undið verði ofan af henni.
Trump hefur ítrekað sagt að það vilji hann helst gera. Samningur á að koma í veg fyrir að klerkastjórnin þrói kjarnorkuvopn. Í bréfinu sagði Trump að Bandaríkin séu reiðubúin til að beita hervaldi ef nauðsyn krefur og veitti Íran tveggja mánaða frest til að ná ná samningi um málið. Ekki liggur þó fyrir hvenær úrið byrjaðir að tikka eða byrjar að tikka.
Khameini tók þessu ekki vel og sagðist ekki vilja semja við Trump því ekki sé hægt að treysta honum. Hann fylgdi þessum orðum sínum eftir nýlega þegar hann hótaði „hörðu svari“ ef Bandaríkin láta verða af hótunum sínum.
Í tengslum við þetta minnti yfirmaður íranska byltingarvarðarins á það í sjónvarpi að Bandaríkin séu með um 10 herstöðvar í Miðausturlöndum og um 50.000 hermenn og séu því í viðkvæmri stöðu.
Ráðgjafi Khamenei gaf síðan í skyn að ef Bandaríkin gera árás á Íran muni það hafa gagnstæð áhrif og neyða Íran til að þróa kjarnorkuvopn.