fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli

Pressan
Mánudaginn 7. apríl 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newton-Wellesley sjúkrahúsið í Boston í Bandaríkjunum stendur nú frammi fyrir ráðgátu eftir að fimm hjúkrunarfræðingar, sem allir starfa á fæðingardeild sjúkrahússins á 5. hæð, greindust með heilaæxli.

Allir starfsmennirnir eru með góðkynja æxli, þar af tveir með svokallað himnuæxli. Þá hafa sex aðrir starfsmenn af sömu hæð greinst með önnur, ótilgreind heilsufarsvandamál.

Í frétt NBC News kemur fram að forsvarsmenn sjúkrahússins hafi rannsakað málið ítarlega og ýmsum tilgátum verið varpað fram. Þannig hefur verið skoðað hvort orsökin sé hugsanlega geislun frá röntgentækjum eða einnota andlitsgrímur sem hjúkrunarfræðingar nota.

Þá hefur verið skoðað hvort eitthvað í umhverfinu skýri veikindin, til dæmis notkun á skordýraeitri og hreinsiefnum á sjúkrahúsinu. Ekkert hefur enn fundist sem varpað getur ljósi á málið og segjast stjórnendur sjúkrahússins þess fullvissir að orsökina sé ekki að finna innan veggja spítalans.

„Við getum fullvissað okkar frábæra starfsfólk … og alla sjúklinga okkar um að engin umhverfisáhætta sé til staðar í okkar húsnæði,“ segir í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu sem bandarískir fjölmiðlar vitna til.

Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga í Massachusetts gagnrýnir aftur á móti að rannsókn sjúkrahússins hafi ekki verið fullnægjandi. Hefur félagið sagt að það ætli að framkvæma eigin rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum