Fiorentina hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við David De Gea og framlengja við hann um eitt ár.
De Gea hefur verið frábær á sínu fyrsta tímabili á Ítalíu en hann hafði ekki spilað fótbolta í heilt ár.
Manchester United lét De Gea fara en hann var í síðustu viku aftur orðaður við sitt gamla félag.
Nú er hins vegar ljóst að De Gea getur ekki farið frítt frá Fiorentina því félagið hefur nýtt sér ákvæði í samningi hans.
De Gea hefur átt stóran þátt í góðu gengi Fiorentina í vetur.
🚨🇪🇸 Fiorentina are set to activate the option to extend David de Gea’s contract for one more season.
After excellent performances this season, de Gea’s contract will now be valid until June 2026. pic.twitter.com/5G5jWNE0k3
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 7, 2025