fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fréttir

Þetta er ódýrasta apótek landsins í almennum vörum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rima Apótek er ódýrasta apótekið í nýjum samanburði verðlagseftirlits ASÍ. Til skoðunar voru aðrar vörur en lyf, þær vörur sem finna má frammi í versluninni.

Í tilkynningu ASÍ kemur fram að Borgar apótek og Lyfjabúrið hafi hafnað þátttöku, en á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað eru þau annað og þriðja dýrasta apótek landsins.

„Nokkru getur munað á verði eftir því hvaða vörur eru skoðaðar. Til dæmis er Lyfjaval að meðaltali 15% dýrara en ódýrasti kosturinn, en Better You fæðubótarefni kosta að meðaltali 35% meira í Lyfjaval en þar sem þau eru ódýrust – sem er iðulega í Rima Apóteki. Aftur á móti voru New Nordic vörur að jafnaði ódýrastar í Lyfjavali,“ segir í tilkynningunni.

Þá er þess getið að það geti borgað sig að bera saman verð og bent á að ýmsar vörur sem seldar eru í apótekum megi einnig finna í lágvöruverðsverslunum. Bent er á nokkur dæmi:

  • Nivea augnhreinsir (x-gentle, 125ml) kostaði 2.281kr í Borgar apóteki en 479kr í Bónus, næstum fimmfaldur munur. Varan kostaði einni krónu meira í Krónunni en Bónus.
  • By My Beard skeggsjampó kostaði 1.990kr í ÍslandsApóteki en 349kr í Nettó, næstum sexfaldur munur.
  • Gillette Cool Wave svitalyktareyðir kostaði tæpar 1.400kr í flestum apótekum, en aðeins 598kr í Bónus og 599kr í Krónunni.
  • Carefree flexi innlegg kostuðu 286kr í Bónus, 287kr í Krónunni, 288kr í Nettó og 585kr í Farmasíu.

Þá bendir ASÍ á það í tilkynningu sinni að apótek geti í einhverjum tilfellum verið ódýrari en lágvöruverðsverslanir, þótt munurinn í þá átt sé iðulega minni. Nokkur dæmi:

  • Hafkalktöflur, 60stk, kostuðu 2.790kr í Krónunni (og kosta enn) en voru (og eru) ódýrari í öllum apótekum sem skoðuð voru, fyrir utan Lyfjaval. Ódýrastar voru töflurnar í Lyfjaveri á 2.180kr en dýrastar í Lyfjavali á 2.855kr.
  • Solaray Once Daily Active Man fjölvítamín kostaði 3.061kr í Lyfjaveri og hefur verið á því verði síðan í haust, ef ekki lengur. Á megni könnunartímabilsins kostaði vítamínstaukurinn 3.599kr í Krónunni, eða tæpum 18% meira, og hefur síðan hækkað í 3.799kr, sem er 24% dýrara en í Lyfjaveri.
  • Veet Sensitive háreyðingarkrem með aloe vera kostaði 2.339kr í Nettó en aðeins 1.560kr í Apóteki Vesturlands í Ólafsvík.
  • Better You 5mg járnmunnúði kostar 2.021kr í Rima Apóteki en 2.399kr í Krónunni. Flestir aðrir BetterYou munnúðar eru hins vegar ódýrari í Krónunni.

Auglýsingar gjarnan villandi

Í tilkynningu ASÍ kemur fram að íslenskar verslanir hvetji oft til kaupa með afsláttum. Um þá gilda einhverjar reglur, til dæmis segir á vef Neytendastofu að útsala megi „ekki standa lengur en í sex vikur því þá er útsöluverðið orðið að venjulegu verði“.

„Í einhverjum tilfellum fæst ekki betur séð en að lengri tími hafi liðið frá verðlækkun í einhverjum apótekum,“ segir ASÍ í tilkynningu sinni og nefnir til dæmis eftirfarandi:

  • New Nordic Apple Cider hlaup í vefverslun Lyfjavals var selt á 2.621kr til 3. febrúar. Svo var það selt á „-20%“, eða 2.097kr, til 4. apríl, eða á hálfa níundu viku. Samhliða því var bætt við „Nýtt“ merkingu á vöruna sem er þar enn.
  • Siglufjarðarapótek hefur haft CeraVe Renewing fótakrem á 20% afslætti frá því í janúar síðastliðnum hið minnsta, en þá hóf verðlagseftirlitið skoðun á vefverslun apóteksins.
  • Rima Apótek hefur selt Nutrilenk Active, 30 hylki, og NutriLenk Gel, 100ml, á 25% afslætti frá því í janúar síðastliðnum hið minnsta, en þá hóf verðlagseftirlitið skoðun á vefverslun apóteksins.

Apótek Vesturlands ekki öll á sama verði

ASÍ nefnir einnig að verðlag á Apóteki Vesturlands virðist ekki hafa verið alfarið hið sama í útibúunum þremur í Borgarnesi, Akranesi og Ólafsvík. Þannig hafi til dæmis Better You D-Lúx 1000iu 15ml munnsprey verið selt á 1.493kr í Borgarnesi þann 13. mars en á 2.045kr í Ólafsvík.

Better You Magnesium Relax flögur kostuðu 2.413kr í Ólafsvík en 1.530kr í Borgarnesi. Á hinn bóginn kostaði Eylíf Smoother Skin & Hair 3.419kr í Ólafsvík en 4.850kr í Borgarnesi. Hafkraftur kostaði 2.650kr í Ólafsvík en 3.543kr í Borgarnesi.

Af 148 vörum sem bornar voru saman í Borgarnesi og Ólafsvík þann 13. mars voru 76 dýrari í Borgarnesi, 33 dýrari í Ólafsvík, og 39 á sama verði. Að meðaltali var verslunin í Borgarnesi 1,2% dýrari en í Ólafsvík.

Aðferðafræði

Bornar voru saman vörur sem finna mátti í minnst níu apótekum. Aðeins var farið í apótek sem eru án aðgangsgjalds. Samanburðurinn fór fram frá miðjum febrúar til miðs mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enginn treystir Trump
Fréttir
Í gær

Gervigreindar klám gæti brátt orðið mun vinsælla en hið hefðbundna

Gervigreindar klám gæti brátt orðið mun vinsælla en hið hefðbundna
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“

Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst