fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fréttir

Stuðningsfulltrúi var óvinnufær eftir árás fjórða bekkings – Beit í handlegg og sparkaði í sköflung

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 7. apríl 2025 13:30

Atvikið átti sér stað undir lok árs 2020. Mynd/Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kópavogsbær hefur verið sýknaður af kröfum stuðningsfulltrúa sem lenti í árás nemanda. Nemandinn meðal annars beit stuðningsfulltrúan, sem er kona, þegar hann reyndi að rúlla honum út úr kennslustofunni.

Dómur í málinu féll þann 2. apríl síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjaness. En stuðningsfulltrúinn hafði stefnt Kópavogsbæ vegna atviks sem átti sér stað þann 9. desember árið 2020.

Nemandi í 4. bekk trylltist

Var hún að vinna með nemendum í fjórða bekk í kennslustofu þegar upp kom sú staða að það þurfti að vísa einum nemandanum út vegna slæmrar hegðunar. Hafði hann verið orðljótur og sýnt af sér ógnandi hegðun, bæði gagnvart starfsfólki skólans og öðrum nemendum, svo sem með því að kasta hlutum í þá.

Nálgaðist hún nemandann og reyndi að róa hann niður og biðja hann um að yfirgefa stofuna. Þá varð hann hins vegar hamslaus af reiði, sparkaði í hana, tók upp stól og kastaði honum í átt að öðrum starfsmanni.

Reyndi þá stuðningsfulltrúinn að stöðva hann, tekið utan um hann og reynt að rúlla honum á stól út úr stofunni. En þá réðist hann á hana, sparkaði margsinnis í sköflung hennar, reif í hár hennar og beit í vinstri handlegg.

Endurhæfing og sálfræðiaðstoð

Var hún mjög aum eftir þessa árás og í áfalli. Leitaði hún samdægurs til læknis og fékk áverkavottorð. Andlegu áhrifin voru alvarlegri. En hún var metin óvinnufær eftir atvikið og ráðlögð verkjastilling og hvíld.

Hafi hún ítrekað þurft að leita til lækna eftir þetta og búið við skerta starfsgetu. Hún hafi verið í starfsendurhæfingu hjá VIRK, leitað aðstoðar sálfræðinga og þurft að taka kvíðastillandi lyf. Var málið tilkynnt til bæði Vátryggingafélags Íslands sem og Vinnueftirlits ríkisins. Fékk hún greiddar rúmar 5,5 milljónir í bætur frá VÍS úr launatryggingu.

Taldi vinnuveitandann skaðabótaskyldan

Þann 20. september árið 2022 gerði hún kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Vísaði hún til þess að hún hafi verið að sinna einstaklingi sem hafi ekki borið ábyrgð á gjörðum sínum og því væri rétt að beina skaðabótakröfunni að vinnuveitanda, það er Kópavogsbæ.

Rúmri viku seinna hafnaði sveitarfélagið kröfunni og vísaði til þess að ákvæði um skaðabætur í kjarasamningi ættu ekki við þegar börn með hegðunarvanda yllu tjóni.

Ekki saknæm vanræksla

Í niðurstöðu dómsins segir að engin ástæða hafi verið til að ætla að slík hætta hafi stafað af umræddum nemanda að þörf hafi verið fyrir meiri stuðningi eftir eftirliti með honum í aðdraganda slyssins.

Taldi dómurinn að Kópavogsbær hafi ekki gerst sekur um saknæma vanrækslu sem hafi leitt til þess að stuðningsfulltrúinn hafi hlotið áðurnefnt tjón. Var Kópavogsbær því sýknaður af kröfunum. Málskostnaður var hins vegar felldur niður og gjafsóknarkostnaður stuðningsfulltrúans er greiddur úr ríkissjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Endurgreiddu ekki fyrir ferð sem var aldrei farin

Endurgreiddu ekki fyrir ferð sem var aldrei farin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“