26 umferðin í ofurdeildinni í Sádí Arabíu fór fram um helgina en Jóhann Berg Guðmundsson var í tapliði með Al-Orobah.
Frammistaða Jóhanns var þó góð og kemst hann í lið umferðarinnar.
Jóhann var besti maður Al-Orobah í leiknum og með réttu hefði hann átt að leggja upp mark, liðsfélagi hans brenndi af dauðafæri.
Jóhann er í liðinu með Cristiano Ronaldo sem skoraði tvö í góðum sigri Al-Nassr á Al-Hilal í stórleik umferðarinnar.
Íslenski landsliðsmaðurinn er á sínu fyrsta tímabili í Sádí Arabíu og hefur staðið sig vel.