fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fréttir

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi íbúðar í Brisbane í Ástralíu gekk í gegnum martröð þegar hann kom að húsinu sínu eftir að óprúttnir aðilar lögðu það gjörsamlega í rúst. Húsið var til leigu á Airbnb og taldi eigandinn að „róleg fimm manna fjölskylda“ hefði tekið hana á leigu um helgina.

Annað kom hins vegar á daginn því talið er að nokkur hundruð ungmenni hafi verið í og við húsið þegar mest var síðastliðið laugardagskvöld.

Myndbönd frá gleðskapnum hafa meðal annars verið birt á samfélagsmiðlum og þá hafa einnig birst myndir og myndbönd af skemmdunum sem blöstu við í gærmorgun.

Húsgögn voru brotin og var ryksugu meðal annars kastað út í sundlaug við húsið. Þá voru tómar bjórdósir á víð og dreif og mikið af rusli hér og þar. Lögregla er með málið til rannsóknar og er talið að stór hluti þeirra sem voru á vettvangi séu undir lögaldri.

Eigandi hússins, Benjamin Holt, segir í samtali við ástralska miðilinn Sunrise að það erfiðasta við málið séu áhrifin á aðra leigjendur hússins.

„Við áttum til dæmis von á hjónum með tvö börn sem ætluðu að vera hér í fimm daga en urðum að láta þau vita að þau gætu ekki komið vegna skemmdanna. Það finnst mér erfiðast, að skemma fyrir fólki sem er kannski búið að skipuleggja fríið sitt.“

Holt vill að þeir sem tóku húsið á leigu og þóttust vera fimm manna fjölskylda sjái að sér og hafi samband. „En auðvitað skiptir mestu máli að engin slys hafi orðið. Það er hægt að laga þessar skemmdir,“ segir hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by 7NEWS Australia (@7newsaustralia)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Endurgreiddu ekki fyrir ferð sem var aldrei farin

Endurgreiddu ekki fyrir ferð sem var aldrei farin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“