fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fréttir

Guðmundur óttast nýjan veruleika og segir stjórnvöld þurfa að bregðast strax við

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. apríl 2025 15:30

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að yfirvöld þurfi að grípa strax inn í vegna efnisins Nitazene sem reynt var að smygla til landsins á dögunum.

Greint var frá því um helgina að tvær ungar stúlkur, fæddar 2006 og 2007, hafi verið handteknar fyrir innflutning á 20.000 fölsuðum Oxycontin-töflum.

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að töflurnar hafi verið látnar líta út eins og 80 mg Oxycontin-töflur en þær innihéldu í raun efnið nitazene sem er margfalt sterkara. Stúlkurnar sem um ræðir komu frá Þýskalandi og eru báðar erlendir ríkisborgarar.

Guðmundur Ingi ræddi málið í fréttum Sjónvarps í gær og sagði hann að dauðsföllum myndi fjölga verulega ef stjórnvöld bregðast ekki við hættunni af efninu. Kom fram að Afstaða og Matthildur, samtökum um skaðaminnkun, hefðu sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum í gær.

Efnið er tiltölulega nýtt á götum Evrópu og kom fram í frétt RÚV að um miðjan mars hefði verið varað við þeim á heimsvísu. Telur Guðmundur aðeins tímaspursmál hvenær efnið fer í umferð hér á landi og hann segir mikilvægt að bregðast strax við, til dæmis með því að auka fræðslu fyrir almenning, notendur og heilbrigðisstarfsfólk.

„Við stöndum frammi fyrir mjög alvarlegri almannavá. Þar sem við munum sjá dauðsföll vegna ofskömmtunar færast á annað stig og það bitnar ekki bara á okkar fólki, jaðarsettum einstaklingum, heldur samfélaginu í heild,“ sagði Guðmundur í frétt RÚV í gærkvöldi.

Nitazen var þróað á sjötta áratug síðustu aldar af vísindamönnum í Sviss sem mögulegur valkostur við morfín, en aldrei fékkst leyfi til að markaðssetja efnið.

Að undanskildum örfáum undantekningum var nitazen fram til ársins 2019 aðallega þekkt meðal vísindamanna sem rannsökuðu verkun ópíóíða. Þó er vitað um tíu dauðsföll í Moskvu árið 1998 sem tengjast efninu og þá stöðvuðu lögregluyfirvöld í Utah í Bandaríkjunum heimaframleiðslu á efninu árið 2003.

Frá árinu 2019 hefur nitazen orðið æ meira áberandi á markaði með ólögleg fíkniefni í Evrópu og hefur efnið fundist í nær öllum heimsálfum, þar á meðal í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Asíu, Eyjaálfu og Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Musk segir að svona séu „góða og slæma hliðin skilgreind“

Musk segir að svona séu „góða og slæma hliðin skilgreind“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“
Fréttir
Í gær

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“
Fréttir
Í gær

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða