fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fókus

Nonni missti son sinn og ber starfsmann þungum sökum: „Drengurinn fékk fyrstu benzo lyfin á Stuðlum, hjá starfsmanni“

Fókus
Mánudaginn 7. apríl 2025 08:59

Nonni Lobo og sonur hans heitinn, Geir Arnar. Mynd t.v./Sterk saman. Mynd t.h/Skjáskot/Stöð2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nonni Lobo er faðir Geirs Arnars sem lést á Stuðlum þann 19. október 2024.

Nonni er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman en hann kom til að segja sögu Geirs eða Geira, eins og hann var kallaður.

Geiri bjó á Akureyri með móður sinni fyrsta eina og hálfa árið sitt en þá féll móðir hans og Nonni og Kata, konan hans og sú sem gekk Geira í móðurstað stigu inn í líf hans. „Rétt fyrir tveggja ára var hann kominn til okkar. Við fengum strax barnasálfræðing með okkur í þetta allt því við vissum að það yrðu viðbrigði fyrir hann,“ segir Nonni.

Þegar börn eru yfirgefin af foreldrum sínum eða þeir deyja frá þeim eru afar miklar líkur á tengslaröskun vegna tengslarofsins sem verður.

„Við ákváðum í byrjun að leyfa Geira að fara norður til móðurfjölskyldu sinnar, sem eru yndisleg og hann hafði verið mikið með þeim,“ segir hann.

Skólagangan var upp og niður

Um fjögurra ára aldur fór að koma í ljós að hann væri ekki alveg á pari á öllum sviðum, miðað við jafnaldra sína.

„Ég og Kata fórum á námskeið um jákvæða nálgun í uppeldi og ákváðum að segja ekki neitt. Þetta snerist einfaldlega um að veita bara því jákvæða athygli en ekki því neikvæða.“

Á næsta teymisfundi fengum við að heyra hversu mikil og jákvæð breyting væri á Geira.

Grunnskólagangan gekk upp og niður en með miklu utanumhaldi gekk alltaf betur og betur. Geir var barn sem passaði ekki í ákveðið box en með réttri nálgun og mikilli aðstoð komst hann á góðan stað.

Varð fyrir líkamsárás

„Geiri ákvað að byrja á núlli í framhaldsskóla  og það gekk vel. Hann lenti í líkamsárás þegar hann var á leiðinni til vinar síns og allt hans varnarkerfi fór í gang og hann fattaði það,“ segir Nonni.

Fyrst eftir þetta áfall fór að bera á neyslu hjá honum. Hann áttaði sig á því að varnarkerfið hafi vaknað og þá er flóttinn í vímuefnaneyslu bjargráð.

Nonni segir að barnavernd, skólakerfið, lögreglan, Stuðlar og allt kerfið hafi klikkað.

„Ég fékk símtal frá lögreglunni klukkan tíu eitt kvöldið því Geiri var meðvitundarlaus í strætó. Það voru fimm krakkar saman, fjórir undir aldri, en lögreglan leyfði þeim öllum að fara bara. Ég fékk annað eins símtal tólf tímum seinna,“ segir hann.

Þungar sakir

Nonni segir að á þessum tímapunkti hafi neyslan verið of langt gengin og að hann hefði þurft almennilegt úrræði, með starfsfólki sem hann hefði ekki getað spila með, og starfsfólki sem gæti unnið með einstakling með hans áfallasögu og alvarlega fíkn.

Nonni ber starfsmann Stuðla þungum sökum. „Drengurinn fékk fyrstu benzo lyfin á Stuðlum, hjá starfsmanni,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi