Miðillinn Correio da Manha fullyrðir það að sóknarmaðurinn Viktor Gyokores sé búinn að taka ákvörðun um sína framtíð.
Samkvæmt miðlinum þá er Gyokores búinn að samþykkja það að fara til Arsenal í sumar sem hefur sýnt honum mikinn áhuga síðustu mánuði.
Gyokores þekkir nýjan yfirmann knattspyrnumála Arsenal, Andrea Berta, nokkuð vel og er hann sagður hafa sannfært þann sænska.
Arsenal þyrfti að borga Sporting í Portúgal mjög háa upphæð fyrir Gyokores en talað er um 80-90 milljónir evra.
Gyokores er 26 ára gamall en Arsenal gæti einnig boðið Sporting leikmann í skiptum fyrir sænska landsliðsmanninn.