fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

Pressan
Sunnudaginn 13. apríl 2025 21:30

Þeir líta vel út þessi tebollar. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af öllu því sem maður þarf að velja á milli í lífinu, þá virðist það kannski ekki vera stærsta valið að skipta morgunkaffinu út með grænu tei.

Maria Goldback, blaðakona hjá Vogue, ákvað að skipta morgunkaffinu sínu út með grænu tei í tilraunaskyni.

Hún var ekki þessi hefðbundni kaffifíkill sem drakk átta kaffibolla á dag. Hún drakk venjulega þrjá bolla á dag, einn á morgnana, einn eftir hádegismatinn og einn seinnipartinn ef henni fannst hún orkuþurfi.

En þrátt fyrir þessa hóflegu kaffidrykkju, fann hún fyrir eirðarleysi og fannst hún oft ekki geta einbeitt sér nægilega vel.

Hún samdi því við sjálfa sig um að sleppa kaffinu í einn mánuð og hallaði sér í staðinn að hraðsuðukatlinum og grænu tei. Glamour skýrir frá þessu.

Grænt te býr yfir svolitlu sem kaffi getur ekki keppt við – L-theanin. Þetta amínósýra sem í bland við hið litla magn koffíns, sem er í teinu, gerir fólki kleift að einbeita sér mjög vel.

Ekki neitt koffíntrix, heldur blíður stígandi í orku og einbeitingu sem endist lengur.

Eftir eina viku byrjaði Maria að finna mun. Hún hætti að finna fyrir skjálfta, maginn hélt sér rólegum á morgnana og hún var orkumikil seinnipartinn. Hún átti auðveldara með að einbeita sér og glímdi ekki nartþörf eins og hafði venjulega gert vart við sig um klukkan 15.

Svefngæðin bötnuðu líka.

Hún drakk síðasta tebollann um klukkan 16 og í staðinn fyrir að liggja andvaka á kvöldin, sofnaði hún hratt, eins og lítið barn.

Eftir 30 daga var niðurstaðan skýr – Það gerir nánast kraftaverk fyrir hversdaginn að skipta kaffi út með grænu tei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum