Á ráðstefnu á Ítalíu um síðustu helgi, sem var skipulögð af hægriflokknum Lega, ræddi Musk um tjáningarfrelsið.
„Þú getur séð hvaða hlið er góð og hvaða hlið er slæm út frá því hvaða hlið vill takmarka tjáningarfrelsið. Með því að þrýsta á um ritskoðun sýna vinstri menn mjög skýrt að það eru þeir sem eru á móti frelsinu,“ sagði Musk.
„Þeir sem hafa takmarkað tjáningarfrelsið af alvöru eru menn eins og Stalín, Hitler og Mussolini, sem viðhöfðu allir stranga ritskoðun. Þetta er merki um að þeir voru slæmu mennirnir. Takmarkanir á tjáningarfrelsi er í sambland við umsvifamikið ríkisvald augljóslega fasískt. Þannig, að þegar vinstri menn eru á móti tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi er eitt forma frelsis, sem er grundvöllur siðmenntaðs samfélags, þá er ljóst að vinstri menn eru á móti frelsi,“ sagði Musk einnig.