Wolfsburg, fyrrum félag Kevin de Bruyne, hefur grínast með það að leikmaðurinn ætti að snúa aftur til Þýskalands.
De Bruyne hefur gefið það út að hann sé að kveðja Manchester City eftir tíu ár en hann kom einmitt til félagsins frá Wolfsburg.
,,Elsku Kevin, manstu eftir þessu? Ég og þú fyrir tíu árum? Hvernig væri að sameinast á ný?“ skrifaði Wolfsburg á Twitter síðu sína.
Það er talið ansi ólíklegt að De Bruyne fari aftur til Þýskalands en hann er 33 ára gamall og er sagður horfa til Bandaríkjanna.
Þessa færslu má sjá hér.
Dear Kevin, do you remember? You and I ten years ago? How about the two of us again? https://t.co/Q9mzOXI4MW
— VfL Wolfsburg (@VfL_Wolfsburg) April 4, 2025