Scott McTominay, leikmaður Napoli á Ítalíu, hefur fundið ‘nýtt áhugamál’ á Ítalíu en það eru ávextir og grænmeti.
McTominay segir sjálfur frá þessu en hann er skoskur og er uppalinn hjá Manchester United á Englandi en var seldur til Ítalíu.
Hann segir að grænmetið og ávextirnir í Bretlandi eigi ekki roð í það sem er í boði á Ítalíu en hann var langt frá því að vera hrifinn af tómötum áður en hann færði sig um set.
Í dag er McTominy mikill aðdáandi tómata en segir að hann gæti aldrei upplifað það sama í heimalandinu eða þá á Englandi.
,,Ég borðaði aldrei tómata heima hjá mér, þetta er bara rautt vatn. Á Ítalíu þá smakkast þeir eins og tómatar,“ sagði McTominay.
,,Ég borða þá eins og snakk! Ég borða allt grænmeti hérna, þetta er svo ferskt. Munurinn er ótrúlegur.“