Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segist hafa gert mistök er hans menn unnu 1-0 sigur á Tottenham á fimmtudag.
Maresca mætti á blaðamannafund í gær en Chelsea spilar við Brentford á sunnudaginn stuttu eftir leikinn við Tottenham.
Ítalinn ákvað að gera mjög varnarsinnaða skiptingu undir lok leiks á fimmtudag og vildi halda út en dómarinn bætti við heilum 12 mínútum – eitthvað sem hann bjóst ekki við.
,,Við sköpuðum nóg af tækifærum í fyrri hálfleik en svo gberði ég mistök því ég breytti til áður en ég sá uppbótartímann,“ sagði Maresca.
,,Þegar ég sá 12 mínútur á skiltinu þá áttaði ég mig á að ég hefði líklega gert mistök að skipta svo snemma. Sem betur fer þá unnum við leikinn.“