Cristiano Ronaldo er að horfa í það að kaupa sitt fyrsta knattspyrnufélag en frá þessu greinir Mundo Deportivo.
Þessar fréttir hafa komið mörgum á óvart en Ronaldo er sagður vilja eignast félag í efstu deild Spánar, Valencia.
Valencia er fjórum stigum frá fallsæti þessa stundina og er í eigu Peter Lim sem er gríðarlega óvinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins.
Lim hefur hingað til neitað að selja félagið en hann styrkir liðið lítið og er ásakaður um mikla græðgi í sínu eignarhaldi.
Blaðamaðurinn Julian Redondo segir að Ronaldo sé tilbúinn að kaupa Valencia en hann mun fá hjálp frá ónefndum aðilum í Sádi Arabíu.
Ronaldo er einmitt að spila í Sádi með Al-Nassr í dag og er einn launahæsti leikmaður heims.