Í innslagi sem sýnt var í þættinum lagði þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson tíu fjölbreyttar spurningar fyrir þrjá spekinga, þá Aron Guðmundsson íþróttafréttamann og hlaðvarpsstjörnurnar Kristján Óla Sigurðsson og Sigurð Gísla Bond.
Hver verður bestur, hvaða ungi leikmaður springur út og með hverjum væri skemmtilegast að fá sér í glas? Svör við öllu þessu, og fleiru, koma fram í meðfylgjandi innslagi.
Besta deildin hefst sem fyrr segir í kvöld með opnunarleik Íslandsmeistara Breiðabliks og nýliða Aftureldingar. Heldur umferðin svo áfram á morgun og mánudag.
Horfðu á innslagið í spilaranum hér ofar.