fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fókus

Snædís upplifði skömm þegar hún var sett í fóstur – „Ég var tekin frá heimilinu en ekki mamma mín“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 6. apríl 2025 09:00

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margverðlaunaði matreiðslumeistarinn og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Jónsdóttir átti erfiða æsku sem einkenndist af ofbeldi af hálfu móður hennar. Reynt var að bjarga henni úr þeim aðstæðum og var hún send á fósturheimili. En í stað þess að vera skjól fyrir unga varnarlausa stúlku þurfti hún að upplifa frekara ofbeldi.

Snædís er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hún ræðir um upplifun sína af fósturkerfinu í spilaranum hér að neðan en brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Snædís er uppalin á Dalvík. Hún var fyrst send í fóstur þegar hún var ellefu ára gömul, en þá hafði ofbeldið staðið yfir í sjö ár. Hún sagði frá því í þættinum hvernig komst upp um barsmíðar móður hennar þegar hún var send til skólahjúkrunarfræðings sem sá örin á bakinu hennar. Þá var hún sex ára. Aðspurð hvað hafi komið til þess að það hafi loksins verið gripið inn í segir hún:

„Löggan var alltaf að pikka mig upp. Ég var alltaf einhvers staðar úti á vappinu,“ segir Snædís og útskýrir að mamma hennar læsti hana oft úti. Þá rölti hún um hverfið, leitaði að einhverjum að leika og gisti stundum í garðinum heima. En síðan byrjaði lögreglan að hafa afskipti af henni, enda áttu og eiga börn ekki að vera ein úti seint á kvöldin.

„Það hefur einhver hringt á lögguna, þetta er lítið samfélag á Dalvík. Svo er ég pikkuð upp og þá opnar mamma og hleypir mér inn,“ segir Snædís.

Hún segist vita til þess að það hafi verið einhverjir í samfélaginu sem hringdu á lögreglu og tilkynntu til Barnaverndar. En það var ekki gripið inn í fyrr en Snædís var ellefu ára og endaði á sjúkrahúsi þar sem pabbi hennar óttaðist að hún væri kjálkabrotin eftir sérstaklega svæsna árás móður hennar.

Það hringdi á viðvörunarbjöllum hjá læknum og fór eitthvað ferli loksins af stað. „Út frá því var hringt á barnaverndarnefnd og það var farið á fullt að finna heimili fyrir mig.“

„Ég fór fyrst á bráðabirgðaheimili, ég var þar í 3-4 mánuði og svo þurfti ég að flytja eitthvert annað. Það heimili var alls ekki gott. Það var inni í sveit í Svarfaðardalnum sem er í Eyjafirði hjá Dalvík. Konan var alveg yndisleg en svo furða ég mig á því af hverju fólk er að taka að sér fósturbörn. Ég man bara, mér fannst þetta dálítið skammarlegt. Ég var þarna í sjöunda bekk, minnir mig, og mér fannst ég þurfa að útskýra fyrir bekknum hvað væri í gangi, en samt var þetta svo loðið einhvern veginn. Mér leið eins og ég væri svo mikill vandræðagemlingur fyrir að vera tekin frá mömmu og pabba og sett á fósturheimili. Ég var tekin frá heimilinu en ekki mamma mín. Svona spurningar, sú upplifun, af hverju var ég tekin?“

Snædís Xyza hefur verið einn fremsti kokkur landsins um árabil.

Varð fyrir frekara ofbeldi

Næst fór Snædís á annað fósturheimili í Borgarnesi þar sem hún var í eitt og hálft ár. „Þau voru mjög góð, fólkið sem býr þar, í raun og veru. En það gekk rosalega margt inni á heimilinu, það voru fleiri fósturbörn,“ segir hún.

„Ég lenti í kynferðislegu ofbeldi á þessu heimili.“ Málið var kært og hlaut gerandi Snædísar dóm.

Í kjölfarið var ákveðið að senda Snædísi aftur heim til blóðmóður sinnar. „Ég fór á fund með barnaverndarnefnd og móður og á þeim fundi sagði mamma mín að hún vildi ekkert fá mig aftur, að ég væri bara ekki dóttir hennar og að þau mættu bara eiga mig. Ég man að ég stóð upp á þessum fundi og fór að gráta og labbaði út, ég faldi mig á einhverju klósetti.“

Snædís var um þrettán ára á þessum tíma. Þrátt fyrir áhugaleysi móður hennar var hún send aftur heim. Við tók erfiður tími þar sem ofbeldið stigmagnaðist.

Sjá einnig: Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“

Dæmdur fyrir manndráp

Snædís flutti var um 15-16 ára gömul þegar hún var aftur tekin af móður sinni og flutti þá til Eyrúnar, konunnar sem hún kallar mömmu í dag. Eyrún var að vinna hjá Barnavernd og var með mál Snædísar hjá sér og segir Snædís hana hafa bjargað lífi sínu. En hálfu ári síðar langaði hana að læra hárgreiðslu og flutti þá suður og var fundið nýtt fósturheimili fyrir hana á höfuðborgarsvæðinu.

„Þar var maðurinn búinn að sitja inni fyrir manndráp, ég vissi það ekkert, það voru alls konar hlutir sem gengu á inni á heimilinu,“ segir hún og bætir við að hún velti því fyrir sér hvort að hver sem er geti fengið að vera fósturforeldri, enda hafi hún upplifað mikið og erfiða hluti á þeim heimilum sem hún var sett á.

Eftir að það komst upp um dóm fjölskylduföðursins var Snædís flutt af heimilinu og flutti aftur norður þar sem hún fékk að búa ein og þurfti því snemma að læra að sjá um sig sjálfa. Fyrir rúmlega sex árum sleit Snædís alveg samskiptum við blóðmóður sína.

Snædís ræðir betur um hennar upplifunm af fósturkerfinu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus þar sem Snædís fer yfir æskuna og ótrúlega kokkaferilinn. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Snædísi á Instagram og TikTok

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi
Hide picture