fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 

Pressan
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 19:11

Emmanuel Macron. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, vill að fyrirtæki innan Evrópusambandsins hætti að fjárfesta í Bandaríkjunum til að mótmæla tollastríðinu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf í gær.

„Það er mikilvægt að bíða með framtíðarfjárfestingar, sem og þær fjárfestingar sem voru tilkynntar síðustu vikur, þar til við höfum fengið á hreint hvar við stöndum gagnvart Bandaríkjunum,“ sagði Macron í dag á fundi sem hann hélt í Elysée-höllinni með hagsmunaaðilum þeirra atvinnugreina sem verða fyrir áhrifum af tollunum sem Bandaríkin hafa lagt á innflutning frá Evrópusambandinu.

„Hvaða skilaboð sendum við ef stórir evrópskir leikmenn verja milljörðum evra í bandaríska hagkerfið á sama tíma og Bandaríkin eru í refsiaðgerðum gegn okkur?“

Talið er að þarna hafi Macron reynt að sannfæra franska auðmenn um að kyssa ekki vönd Trumps með því að reyna að fá undanþágur eða koma sér með öðrum hætti undan 20% toll Bandaríkjanna sem Macron hefur kallað ofsafenginn og illa ígrundaðan. Macron segir enn fremur að þessi tollur sýni skýrt að það var rétt ákvörðun hjá Frakklandi að herða reglur um milliríkjaviðskipti og að styrkja viðskiptavarnir.

„Við erum engir kjánar og við munum verja okkur.“

Macron telur að Evrópusambandið ætti að beita vopnum sínum gegn Bandaríkjunum, þá einkum nýlegu tóli sem er ætlað að berjast gegn viðskiptaþvingunum.

Politico greinir frá 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því
Pressan
Í gær

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enginn vildi eignast E.T.

Enginn vildi eignast E.T.
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sundurlimað lík vísindamanns fannst í ferðatösku

Sundurlimað lík vísindamanns fannst í ferðatösku