fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Pressan

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Pressan
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 09:32

Tom er Samsung-maður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Ross, borgarstjóri Minot, einnar fjölmennustu borgar Norður-Dakóa í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér embætti eftir skelfileg mistök í janúar síðastliðnum.

Ross sendi nefnilega vafasamt myndband af sér, sem ætlað var kærustu hans, til lögmanns borgarinnar, Stefanie Stalheim. Ross sagði af sér á þriðjudag í kjölfar þess að skýrsla um málið var birt opinberlega.

Forsaga málsins er sú að Tom hafði nýlokið símtali við Stefanie þar sem þau ræddu sjálfsvíg lögreglumanns í borginni. Nokkrum mínútum eftir að símtalinu lauk sendi hann myndbandið, en gerði þau mistök að senda það til Stefanie í staðinn fyrir að senda það til kærustu sinnar.

Nákvæmar upplýsingar um efni myndbandsins hafa ekki verið gerðar opinberar en í fréttum bandarískra fjölmiðla er tekið fram að það hafi verið „lewd“ – en það þýðir ósæmilegur eða klúr og er oft notað í kynferðislegu samhengi.

Tom notaðist við iPhone-snjallsíma í umrætt sinn sem hann kvaðst ekki kunna vel á. Hann væri vanur Samsung-símum. Þá voru Stefanie og kærasta hans nánast hlið við hlið í símaskránni í síma hans.

Ross kvaðst hafa áttað sig á mistökunum andartaki eftir að myndbandið fór frá honum. Bað hann Stefanie um að horfa ekki á myndbandið, eyða því strax og segja engum frá því sem gerst hafði.

Svo virðist sem Stefanie hafi hins vegar horft á myndbandið, eða hluta þess, því hún hafði samband við mannauðsstjóra borgarinnar sem sá einnig brot úr myndbandinu. Lagði hún inn kvörtun í kjölfarið.

Nefnd fór yfir málið og komst að þeirri niðurstöðu að myndbandið hefði sett Stefanie í óþægilega stöðu í ljósi þess að hún var undirmaður Ross.

Í yfirlýsingu sem Ross sendi frá sér í kjölfar afsagnarinnar sagðist hann taka fulla ábyrgð á því sem gerðist. Nýr borgarstjóri verður væntanlega skipaður innan tveggja vikna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sundurlimað lík vísindamanns fannst í ferðatösku

Sundurlimað lík vísindamanns fannst í ferðatösku
Pressan
Í gær

Kim Jong-un stillti sér upp með risastóran leyniskytturiffil

Kim Jong-un stillti sér upp með risastóran leyniskytturiffil
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum