fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fannar Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi körfuboltamaður, stendur við umdeild ummæli sín um kulnun sem hann lét falla árið 2019. Málið vakti talsverða athygli og usla á sínum tíma.

Fannar var gestur í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 sport í janúar 2019. Hann var spurður út í veganúar, sem hann sagði vera bull, og bætti við að kulnun í starfi væri ekki til og væri einfaldlega bara leti.

Sjá einnig: Æsingur á Stöð 2 Sport: „Kulnun í starfi er leti!“ – „Þess vegna eru slysasjóðir VR bara tæmdir!“

Fannar var gestur í hlaðvarpsþættinum Betkastið á dögunum og var spurður út í atvikið.

„Hvað voru margir kaldir komnir í blóðið þegar fræga klippan var tekin upp á körfuboltakvöldinu um kulnun í starfi?“ spurði Alexander Már, þáttastjórnandi Betkastsins

„Engir, ekki neitt. Þetta er bull. Kulnun í starfi er ekki til, þetta er leti,“ svaraði Fannar um hæl.

„Þetta er svo mikið kjaftæði. Ég var ný flogin heim að norðan af stjórnarfundi á Keahotels, ég get svo svarið það. Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði. Ég labbaði beint inn og þegar einhver byrjaði: „[væluhljóð] kulnun.“ Það er ekki til!“

@betkastid Don’t call it a comeback! #fyp #podcast #betkastið #iceland #bonusdeildin #basketball #körfubolti ♬ original sound – Betkastið

Fannar spurði síðan Alexander hvort hann ætlaði í alvöru að láta hann fara í gegnum þetta og áður en hann náði að segja nei sagði Fannar æstur: „Ég skal fara í gegnum þetta. Kulnun í starfi er ekki til! Þá hættirðu í þessari vinnu sem þú átt ekki að vera í.“

Fannar rifjaði síðan upp tíma sinn í fjárhúsi þegar kindur skitu á hann. Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, sem einnig var gestur í þættinum, spurði hvort það hafi þá ekki verið stutt í kulnun.

„Nei! Þetta er ekki til! Kulnun í starfi er ekki til, leti. Það er ekki okkar sem erum að borga skattana hérna, að tromma upp eitthvað lið, þá bara fara að vinna annars staðar, sorry. Ég skal alveg moka skítinn aftur ef ég þarf þess.“

Kulnun viðurkenndur sjúkdómur

Kulnun var viðurkennd sem sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) í maí 2019. Á vef Virk kemur fram:

„Kulnun er heilkenni sem er afleiðing langvarandi streitu á vinnustað sem ekki hefur tekist á árangursríkan hátt að ná stjórn á. Einkenni kulnunar eru á þrem víddum: 1) Orkuleysi eða örmögnun 2) Andlega fjarverandi í vinnu, neikvæð viðhorf eða tortryggni tengd vinnustað 3) Minni afköst í vinnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn sem sló í gegn og flúði svo Bandaríkin – „Ég vil vera ósýnilegur“

Leikarinn sem sló í gegn og flúði svo Bandaríkin – „Ég vil vera ósýnilegur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir