fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433Sport

Sjáðu slagsmálin sem brutust út í gær – Mourinho kleip kollega sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil slagsmál brutust út undir lok stórleiks Fenerbahce og Galatasaray í Tyrklandi í gær. Jose Mourinho, stjóri fyrrnefnda liðsins, átti að sjálfsögðu sinn þátt í því.

Mikill rígur er á milli liðanna, en allt sauð upp úr eftir leik liðanna fyrr á leiktíðinni einnig.

Leiknum í gær lauk með 2-1 sigri Galatasaray en mikil slagsmál brutust út í uppbótartíma. Þá fengu tveir leikmenn Gala og einn leikmaður Fenerbahce rautt spjald. Þó var enginn þeirra inni á vellinum á þeim tíma.

Mourinho virtist þá klípa Okan Buruk, stjóra Galatasaray, eftir leik með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi féll til jarðar með tilþrifum.

Portúgalska goðsögnin var dregin í burtu, en myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði