fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Sjúkratryggingar harma mistök

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkratryggingar Íslands harma þau mistök sem fólust í því að sængurkonur fengu sendan reikning á island.is vegna heimafæðinga og vitjana. Ekki á að greiða þessa reikninga.

Sjá einnig: Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Reikningarnir voru sendir út vegna gagnaleka. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir málið ömurlegt og ítrekar að konurnar eigi ekki að greiða reikningana.

„Það birtist inni hjá island.is hjá okkar skjólstæðingum reikningar sem ljósmæður senda til Sjúkratrygginga,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um gagnalekann sem varð í gær. En félagið frétti af honum vegna þess að sængurkonur höfðu samband við sínar ljósmæður.

Leggja áherslu á öryggi gagna

Sjúkratryggingar hafa núna sent frá sér tilkynningu þar sem þessi mistök eru hörmuð:

Sjúkratryggingar harma að fyrir mistök hafi verið sendar út upplýsingar vegna heilbrigðisþjónustu til afmarkaðs hóps þjónustuþega og heilbrigðisstarfsfólks, í tengslum við breytingu á útsendingu gagna. Vinnsla var stöðvuð um leið og málið uppgötvaðist.

Vert er að taka fram að þær upplýsingar sem sendar voru sneru eingöngu að þjónustu sem þjónustuþegi hafði fengið hjá viðkomandi heilbrigðisstarfsfólki og innihéldu upplýsingar sem þjónustuþegi og heilbrigðisstarfsmaður höfðu rétt á að fá.

Sjúkratryggingar leggja ríka áherslu á öryggi gagna og líta málið alvarlegum augum. Búið er að greina hvað gerðist og gera viðeigandi ráðstafanir við útsendingu gagna til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“
Fréttir
Í gær

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“