fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Ósátt við verðlaun sem ung svört stúlka fékk í skólanum – „Þetta er óásættanlegt, bara óásættanlegt“

Pressan
Laugardaginn 5. apríl 2025 09:00

Verðlaunin umdeildu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Genesis Thomas, sem er nemandi í Mann grunnskólanum á Long Beach í Kaliforníu, stóð sig svo sannarlega vel við fjársöfnun fyrir skólann. Hún safnaði 160 dollurum og fékk verðlaun frá skólanum fyrir frammistöðuna.

En fjölskyldu hennar þótti verðlaunin ansi óviðeigandi en um leikfangaapa, klósett og plastkúk var að ræða.

Frændi hennar, Craig Polk, sagði í samtali við Fox 11 að þessi verðlaun væru óviðeigandi: „Bandaríkjamenn af afrískum uppruna hafa oft verið kallaðir apar í gegnum tíðina og það að láta hana fá apa í verðlaun . . . það er óásættanlegt, bara óásættanlegt.“

Fjölskyldan vill fá afsökunarbeiðni frá skólanum og að starfsfólk hans verði látið sækja viðeigandi námskeið svo atburður af þessu tagi endurtaki sig ekki.

Skólinn er í hinu fína Belmont Heights hverfi og eru um 4% nemendanna svartir.

Ekki liggur fyrir hvort Genesis var eini nemandinn sem fékk verðlaun af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Í gær

Þessi störf auka hármissi

Þessi störf auka hármissi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 3 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum