En fjölskyldu hennar þótti verðlaunin ansi óviðeigandi en um leikfangaapa, klósett og plastkúk var að ræða.
Frændi hennar, Craig Polk, sagði í samtali við Fox 11 að þessi verðlaun væru óviðeigandi: „Bandaríkjamenn af afrískum uppruna hafa oft verið kallaðir apar í gegnum tíðina og það að láta hana fá apa í verðlaun . . . það er óásættanlegt, bara óásættanlegt.“
Fjölskyldan vill fá afsökunarbeiðni frá skólanum og að starfsfólk hans verði látið sækja viðeigandi námskeið svo atburður af þessu tagi endurtaki sig ekki.
Skólinn er í hinu fína Belmont Heights hverfi og eru um 4% nemendanna svartir.
Ekki liggur fyrir hvort Genesis var eini nemandinn sem fékk verðlaun af þessu tagi.