fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Þessi ísskápsmistök gera margir

Pressan
Laugardaginn 5. apríl 2025 14:30

Það má ekki geyma hakk of lengi í ísskáp. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísskápurinn á heimilinu er nánast lífsnauðsynlegur en margir gera ákveðin mistök þegar kemur að notkun hans. Þessi mistök geta haft áhrif á endingartíma matvæla og orkunotkunina.

Meðal þessara mistaka eru:

Of mikið er sett í hann – Ef ísskápurinn er stútfullur, þá lokast fyrir hringrás lofts í honum en það getur valdið ójafnri kælingu og því skemmist maturinn fyrr. Gættu þess að raða þannig í ísskápinn að loftið geti flætt óhindrað um hann og um matinn.

Röng hitastilling – Of hár hiti getur stytt endingartíma matvæla en of lágur hiti eykur orkunotkunina að óþörfu. Kjörhitastigið í ísskáp er um 5 gráður og 18 gráður í frystinum.

Þéttikantar – Slitnir eða skemmdir þéttikantar á hurðinni geta valdið því að loft lekur út. Það gerir að verkum að það verður erfiðara fyrir ísskápinn að halda því hitastigi sem hann á að gera. Farðu reglulega yfir þéttikantana og skiptu um ef þörf krefur.

Of nálægt hitauppsprettu – Ef ísskápurinn stendur of nærri ofni, uppþvottavél eða í beinu sólarljósi, þá verður erfiðara fyrir hann að halda hitastiginu niðri og þar með eykst orkunotkunin.

Skortur á afþíðingu – Margir nýlegir ísskápar eru með sjálfvirka afþíðingu en eldri skápa þarf að afþíða handvirkt. Fimm millimetra íslag í frystinum getur aukið orkunotkunina um allt að 10%.

Heitur matur – Ef heitur matur er settur inn í ísskápinn, þá hækkar hitastigið í honum og hann þarf því að leggja meira á sig til að viðhalda réttu hitastigi. Láttu matinn kólna niður í stofuhita áður en hann er settur inn í ísskáp.

Þrifinn of sjaldan – Matarleifar og sull geta valdið bakteríuvexti og slæmri lykt í ísskápnum. Það er því mikilvægt að þrífa ísskápinn reglulega að innan með mildum hreingerningarefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Í gær

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum