BBC skýrir frá því að stór gagnaleki hafi komið upp hjá M.A.D. Mobile og sé talið að hann snerti 800.000 til 900.000 notendur. Ástæðan er að tölvuþrjótum tókst að brjótast inn í gagnabanka fyrirtækisins.
Það gerir þetta enn verra að það eru ekki bara prófílmyndir sem tölvuþrjótarnir komust yfir, því þeir komust einnig yfir myndir sem notendur sendu sín á milli í einkaskilaboðum.
M.A.D. Mobile hefur nú lokað fyrir lekann en auðvelt var að sjá gögnin sem stolið var. Það þurfti aðeins að hafa hlekk á slóð, þar sem myndirnar voru, og þá var hægt að skoða myndirnar.