Samkvæmt frétt El Periódico þá varar lögreglan ferðamenn við hinni svokölluðu „50 evru brellu“ en henni er beint að þeim sem eru með bíl til umráða.
Hún gengur út á að 50 evruseðill er settur undir rúðuþurrkuna, farþegamegin.
Þegar stigið er út úr bílnum til að skoða seðilinn eða taka hann, láta þjófarnir til skara skríða og á örskotsstund taka þeir töskur, farsíma, veski og önnur verðmæti úr bílnum og láta sig hverfa hið snarasta á braut.
Þeir leika þennan leik oft á bílastæðum, þar sem mikið annríki er, og við verslunarmiðstöðvar.
Lögreglan segir að svikahrapparnir vinni svo hratt og nákvæmlega að erfitt sé fyrir fólk að bregðast við.