fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Pressan
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 03:17

50 evrutrikkið er mikið notað á Spáni þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskarnir eru skammt undan og þá munu margir bregða undir sig betri fætinum og fara í ferðalag. Sumir fara til útlanda og eflaust margir til Kanaríeyja eða annara hluta Spánar. Þeir, sem ætla að gera það, ættu að lesa áfram því spænska lögreglan hefur sent frá sér aðvörun til ferðamanna.

Samkvæmt frétt El Periódico þá varar lögreglan ferðamenn við hinni svokölluðu „50 evru brellu“ en henni er beint að þeim sem eru með bíl til umráða.

Hún gengur út á að 50 evruseðill er settur undir rúðuþurrkuna, farþegamegin.

Þegar stigið er út úr bílnum til að skoða seðilinn eða taka hann, láta þjófarnir til skara skríða og á örskotsstund taka þeir töskur, farsíma, veski og önnur verðmæti úr bílnum og láta sig hverfa hið snarasta á braut.

Þeir leika þennan leik oft á bílastæðum, þar sem mikið annríki er, og við verslunarmiðstöðvar.

Lögreglan segir að svikahrapparnir vinni svo hratt og nákvæmlega að erfitt sé fyrir fólk að bregðast við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Í gær

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti